Questions About Remote Learning? Click Here

brennu-njáls saga kaflar 72-74
Updated: 3/15/2020
brennu-njáls saga kaflar 72-74
This storyboard was created with StoryboardThat.com

Storyboard Text

 • Flýjum vér nú, ekki mun oss sigurs verða auðið að svo búnu
 • Sækjum við nú eftir þeim!
 • Ver þú nú var um þig. Nú hefir þú vegið tvisvar í hinn sama knérunn. Hygg nú svo fyrir hag þínum að þar liggur líf þitt ef þú heldur eigi þá sætt sem ger er.
 • Hvergi ætla eg mér af að bregða, þó mun eg þurfa liðsinni yðvart á þingi.
 • Halda mun eg við þig mínum trúnaði til dauðadags.
 • Eg lýsi lögmætu frumhlaupi á hönd Gunnari Hámundarsyni um það er hann hljóp lögmætu frumhlaupi til Þorgeirs Otkelssonar og særði hann banasári. Tel eg hann eiga að verða sök þá sekan skógarmann.
 • Gunnar drepur Þorgeir Otkelsson. ÞorgeirStarkaðarson flýr með liði þeirra. Kolskeggur vill fara á eftir þeim en Gunnar segir það ekki vera ráðlegt, svo þeir gera það ekki.
 • Fóru þeir Þorgeir Starkaðarson eða Þorgeir Otkelsson með þann hug að vinna á Gunnari ef þeir mættu?!
 • Þetta er lögvörn og mun ég bera vörnina fram nema þið leggið til sætta!
 • Svo var það.
 • Já, þeir gerðu það
 • Njáll og Gunnar hittast. Njáll segir Gunnari að vera var um sig því nú hefur hann drepið tvisvar í sama ættlegg.
 • Gunnar og Kolskeggur skulu fara utan og vera í brautu í þrjá vetur. Fari Gunnar eigi utan og mætti hann komast þá skyldi hann dræpur fyrir frændum hins vegna.
 • Á þingi lýsir Gissur hvíti vígsök Þorgeirs. Hann nefnir sér votta og lýsir sök á hönd Gunnari Hámundarsyni um það er hann særði Þorgeir Otkelsson holundarsári því en Þorgeir fékk bana af á þeim vettvangi er Gunnar hljóp til Þorgeirs lögmætu frumhlaupi áður.
 • Geym nú svo til félagi að þú halt sætt þessa. Munt þú koma út með mannvirðingu mikilli og verða gamall maður og mun engi maður hér þá á sporði þér standa. Ferð þú eigi utan og rýfur sætt þína þá munt þú drepinn vera hér á landi og er það illt að vita þeim er vinir þínir eru.
 • Eigi ætla ég að rjúfa sættir.
 • Njáll vill ekki sitja aðgerðarlaus og spyr menn úr kviðdómnum hvort Þorgeirarnir hefðu farið með þann hug til fundar að vinna á Gunnari. Mennirnir svöruðu að svo væri. Njáll hótar því að ónýta málið nema það verði lagt í dóm sanngjarnra manna.
 • Gert er um málið og ákveðið um fégjöld. Gunnar og Kolskeggur eiga að fara utan og vera í brautu í þrjá vetur, fari Gunnar ekki utan er hann réttdræpur.Gunnar greiðir allt féð á þinginu.
 • Eftir þing ríða Gunnar og Njáll saman heim. Njáll minnir Gunnar á að halda sættinni og fara utan, annars verði hann drepinn á Íslandi. Hann segir að utanferð þessi verði Gunnari til mikillar sæmdar.
Over 13 Million Storyboards Created
Storyboard That Family