jón óli og stella
Updated: 5/6/2018
jón óli og stella
This storyboard was created with StoryboardThat.com

Storyboard Text

 • 
 • 
 • 
 • Það er heitur sumardagur. Sólin skín og fuglarnir syngja. Jón Óli og Stella sitja við eldhúsborðið og eru að borða morgunmat með foreldrum sínum.
 • 
 • „Jón Óli, þú verður að passa Stellu í dag á meðan við pabbi þinn erum í vinnunni. Amma ykkar er veik og getur því ekki komið í dag og verið hjá ykkur,” segir mamma. „En ég ætlaði að fara út í fótbolta með vinum mínum,” segir Jón Óli.
 • 
 • „Þið verðið að gera þá eitthvað annað með Stellu. Þið getið kannski farið niður að ánni og leikið ykkur þar,” segir pabbi. „Allt í lagi þá,” stundar Jón Óli.
 • „Þú hringir ef eitthvað kemur upp á, símanúmerin eru á ísskápnum,” segir mamma. „Jájá, bless”.
 • Stella kemur hlaupandi upp að Jóni. „Hvað ætlum við að gera í dag? Ætlum við að fara að ánni? Getum við farið í dúkkuleik?” spyr Stella spennt. „Bíddu aðeins Stella. Ég ætla að hringja í strákana fyrst,” segir Jón Óli. 
 • Hálftíma seinna koma vinir hans Jóns Óla. „Strákar, við getum ekki farið í fótbolta í dag. Ég þarf að passa Stellu,” segir Jón Óli.„Æi,” hnussar í strákunum. „Hvað eigum við þá að gera?”
Over 14 Million Storyboards Created
Storyboard That Family