Njála
Updated: 3/15/2020
Njála

Storyboard Text

 • Illa uni ég við málalok þau sem orðið hafa með oss Gunnari. Vil ég nú að þú hugsir nokkurra ráðagerð þá er Gunnari megi mein að vera.
 • Skalt þú finna Þorgeir Otkelsson og koma honum í málið með þér og fara að Gunnari. Er þið eruð á einum fundi báðir skalt þú hlífa þér en hann mun ganga fram vel og mun Gunnar vega hann. Hefir hann þá vegið tvisvar í sama knérunn.
 • Vil ég að þú takir við þessu spjóti sem vott um vináttu okkar.
 • Þorgeir Starkaðarson hittir Mörð og fær hjá honum ráð.
 • Eg fann fjóra og tuttugu menn í skóginum uppi. Þeir höfðu bundið hesta sína en sváfu sjálfir.
 • Eg veit hverjir þetta eru. Þú skalt fara til Hlíðarenda og segja Gunnari að hann fari til Grjótár og sendi þaðan eftir mönnum. Eg mun fara til móts við þá er í skóginum eru og fæla þá í braut.
 • Óvarlega liggið þér, eða til hvers skal för sá ger hafa verið? Þetta eru hin mestu fjörráð. Gunnar er í liðsafnaði og mun hér brátt koma og drepa yður nema þér ríðið heim.
 • Mörður ráðleggur Þorkeli Starkaðarson að vingjast við Þorgeir Otkelsson og fá hann í lið með sér að drepa Gunnar en hann vill að Gunnar drepi Þorkel Otkelsson því þá hefur hann drepið tvo í sömu ætt.
 • Þorgeir Starkaðarson fer til Þorgeirs Otkelssonar. Gengu þeir á eintal og töluðu dag allan hljótt. Gerðu þeir með sér hina kærustu vináttu.
 • Sauðamaðurinn segir Njáli frá Þorgeirunum ogmönnum þeirra.
 • Njáll finnur Þorgeirana í skóginum og hræðir þá í burtu. Þeim verður um mjög felmt og fara heim en Njáll fer að Grjóta til Gunnars.
 • Njáll fer til móts við Gunnar sem hefur stefnt til sín mönnum.
 • Ekki eyða fjölmenni, en eg mun fara í meðal og leita um sættir. Munu þeir nú vera hóflega hræddir.